„Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:36 Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Bólusetning við kórónuveirunni með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófst 29. desember hér á landi. Alma kvaðst hafa kannað tilkynningar um aukaverkanir hjá Lyfjastofnun Íslands í morgun. Þangað hefðu komið sjö tilkynningar og þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Algjörlega óljóst væri þó um orsakasamband í því tilfelli vegna undirliggjandi sjúkdóma. Fréttastofa hefur sent Lyfjastofnun Íslands fyrirspurn vegna málsins. Alma sagði mjög mikilvægt að fólk hugsi um mögulegar aukaverkanir af völdum bólusetningarinnar og tilkynni þær. Væg einkenni, þ.e. flensueinkenni, þreyta og höfuðverkur, væru vel þekkt og sjálf kvaðst Alma þekkja nokkra sem fengið hefðu slíkar aukaverkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði marga hafa kvartað undan þessum hefðbundnu bólusetningaraukaverkunum; þrota á stungustað, hita og beinverkjum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 3. janúar 2021 16:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bólusetning við kórónuveirunni með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófst 29. desember hér á landi. Alma kvaðst hafa kannað tilkynningar um aukaverkanir hjá Lyfjastofnun Íslands í morgun. Þangað hefðu komið sjö tilkynningar og þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Algjörlega óljóst væri þó um orsakasamband í því tilfelli vegna undirliggjandi sjúkdóma. Fréttastofa hefur sent Lyfjastofnun Íslands fyrirspurn vegna málsins. Alma sagði mjög mikilvægt að fólk hugsi um mögulegar aukaverkanir af völdum bólusetningarinnar og tilkynni þær. Væg einkenni, þ.e. flensueinkenni, þreyta og höfuðverkur, væru vel þekkt og sjálf kvaðst Alma þekkja nokkra sem fengið hefðu slíkar aukaverkanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði marga hafa kvartað undan þessum hefðbundnu bólusetningaraukaverkunum; þrota á stungustað, hita og beinverkjum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 3. janúar 2021 16:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06
Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. 3. janúar 2021 16:00