Vilja fylgja reglum en ekki „sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Biskup kaþólskra á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Þetta hafi verið það eina rétta í stöðunni því ekki komi til greina að vísa fólki frá messu sem vilji sækja hana. Honum finnst sóttvarnareglur sem gilda um helgihald vera ósanngjarnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43