Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 14:27 Móttökusalur Keflavíkurflugvallar. Sautján hafa greinst með breska afbrigðið svokallaða á landamærunum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Sautján hafa greinst með afbrigðið á Íslandi, þar af einn innanlands. Sú manneskja var þó nátengd annarri sem greinst hafði á landamærum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að lagt sé upp með það hjá smitrakningarteymi almannavarna að haft sé frekara eftirlit með ferðamönnum sem koma frá Bretlandi, einkum í ljósi þess að einn hafi greinst með afbrigðið innanlands. „Að við reynum að hafa aukið eftirlit, gefa fólki sem greinist á landamærunum með þetta breska afbrigði ítarlegar upplýsingar og fylgjast með þeirra líðan kannski betur en ella. Þannig að við erum með það bara undir smásjá, getum við sagt,“ sagði Þórólfur. Utanríkisráðuneytið birti í gær orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. „Áréttað er að í mörgum Evrópuríkjum er í gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Þetta hefur áhrif á þau sem fljúga frá Íslandi til annarra landa með millilendingu í Bretlandi,“ segir í færslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. 4. janúar 2021 09:31 Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Breska afbrigðið komið til Grikklands Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi. 3. janúar 2021 21:46 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Sautján hafa greinst með afbrigðið á Íslandi, þar af einn innanlands. Sú manneskja var þó nátengd annarri sem greinst hafði á landamærum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að lagt sé upp með það hjá smitrakningarteymi almannavarna að haft sé frekara eftirlit með ferðamönnum sem koma frá Bretlandi, einkum í ljósi þess að einn hafi greinst með afbrigðið innanlands. „Að við reynum að hafa aukið eftirlit, gefa fólki sem greinist á landamærunum með þetta breska afbrigði ítarlegar upplýsingar og fylgjast með þeirra líðan kannski betur en ella. Þannig að við erum með það bara undir smásjá, getum við sagt,“ sagði Þórólfur. Utanríkisráðuneytið birti í gær orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. „Áréttað er að í mörgum Evrópuríkjum er í gildi bann við landgöngu ferðafólks frá Bretlandi vegna hraðrar útbreiðslu nýs afbrigðis af COVID-19 sem þar hefur greinst. Þetta hefur áhrif á þau sem fljúga frá Íslandi til annarra landa með millilendingu í Bretlandi,“ segir í færslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. 4. janúar 2021 09:31 Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Breska afbrigðið komið til Grikklands Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi. 3. janúar 2021 21:46 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. 4. janúar 2021 09:31
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23
Breska afbrigðið komið til Grikklands Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi. 3. janúar 2021 21:46
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12