Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2021 16:52 Einn af hverjum fimm á grunnskólaaldri drekka súra og sykraða gosdrykki daglega. Verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir það meðal annars lið í því að Íslendingar eru feitastir Evrópuþjóða. vísir/vilhelm Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“ Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“
Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira