Umdeilt ferðamannaþorp háð umhverfismati þvert á fyrri niðurstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 11:41 Kynningarmynd sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu. Umdeilt ferðamannaþorp sem malasíski fjárfestirinn Loo Eng Wah hyggst reisa á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra er háð umhverfismati. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00