Bílastæðasjóður endurgreiðir þrettán milljónir vegna oftekinna gjalda Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 12:27 Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun endurgreiða bifreiðareigendum oftekin gjöld sem innheimt voru vegna tiltekinna stöðubrota á tímabilinu 1. janúar til 24. september á síðasta ári. Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Um er að ræða stöðubrotsgjöld sem sjóðurinn hóf að leggja á í samræmi við ný umferðarlög sem tóku gildi við upphaf síðasta árs. Þau mistök urðu hjá Reykjavíkurborg að það láðist að gefa út og auglýsa nýja gjaldskrá sem útlistaði gjöldin. Telur borgin að þáverandi gjaldskrá hafi ekki verið nægilega skýr til að veita heimild fyrir álagningu gjaldanna. Við gildistöku nýrra umferðarlaga voru stöðubrotsgjöld sett á í stað sekta vegna brota á borð við að leggja við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu. Varða ofteknu gjöldin til að mynda umrædd brot. Að sögn Þorsteins Rúnars Hermannssonar, samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, er gert ráð fyrir að heildarendurgreiðslur nemi um 13 milljónum króna ef greiðsluupplýsingar fást frá öllum þeim sem málið varðar. Nær málið til um 1.300 stöðvunarbrota. Munu áfram sekta fyrir brotin Þorsteinn segir í samtali við Vísi að borginni hafi síðsumars borist ábending um að tilvísun í fyrri auglýsingu borgarinnar sem birtist í Stjórnartíðindum hafi mögulega ekki dugað til að réttmæta gjaldtökuna. Lögfræðingar Reykjavíkurborgar hafi í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu best væri að endurgreiða gjöldin og auglýsa gjaldskránna aftur í samræmi við lög. Fram kemur í bréfi frá Reykjavíkurborg til greiðenda að þrátt fyrir endurgreiðslu sé afstaða hennar til stöðubrotanna óbreytt. Gjöld vegna slíkra brota verði áfram lögð á nú þegar ný gjaldskrá hefur tekið gildi og verið fyllilega auglýst í Stjórnartíðindum þann 26. október síðastliðinn. Dæmi um bréf sem sent var til sektargreiðenda.Mynd/Aðsend
Reykjavík Umferð Neytendur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira