Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira