Sport

Dagskráin í dag: Ítölsk veisla, baráttan um Manchester og Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Man. United og Man. City fyrir ekki svo löngu en þá lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Úr leik Man. United og Man. City fyrir ekki svo löngu en þá lauk leiknum með markalausu jafntefli. Phil Noble/Getty

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í allan dag en alls eru sjö beinar útsendingar í dag.

Fyrsta útsending dagsins er strax klukkan 11.30 er Cagliari og Benevento mætast en alls eru fimm beinar útsendingar úr ítalska boltanum í dag.

Inter Milan sækir Sampdoria heim klukkan 13.50 og á sama tíma taka Andri Fannar Baldursson og félagar í Bologna á móti Udinese.

Stórleikur dagsins á Ítalíu er svo klukkan 19.35 er risarnir; AC Milan og Juventus mætast en Mílanóliðið er á toppnum, tíu stigum á undan Juventus, sem er í fimmta sætinu.

Juventus á þó leik til góða en það er ekki bara á Ítalíu þar sem er stórleikur því á Englandi mætast Manchester liðin, City og United, í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 en einnig má finna Lionel Messi og Barcelona gegn Athletic Bilbao á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×