Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2021 22:02 Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Við Háskóla Íslands eru tæplega sjö hundruð skráðir í doktorsnám. „Þetta er rosaleg aukning nema sem sækir í þetta frábæra nám en kerfið hefur ekki alveg vaxið með okkur,“ segir Katrín Ólafsdóttir, formaður félags doktorsnema við Háskóla Íslands. Styrkir til doktorsnám hafi hækkað undanfarin ár og ná nú mest upp í um 500 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin hafi einungis tekið mið af nýjum úthlutunum en gildir ekki fyrir þá sem þegar voru í náminu. Þegar Katrín byrjaði í doktorsnámi árið 2018 fékk hún styrk upp á 380 þúsund krónur. Stór hluti nema sé enn á þessum launum. „Þá erum við að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Fullorðið fólk með fjölskyldu á framfæri og það sjá það allir að þetta gengur ekki og fólk sér sér ekki farboða á þessum tekjum," segir Katrín. Margir þurfi því að vinna með náminu en doktorsnám er skilgreint sem full vinna. Nemarnir séu margir undir gríðarlegu álagi og andleg heilsa þeirra slæm. "Að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af því hvort maður eigi fyrir reikningunum um mánaðarmótin ofan á það gríðarlega álag sem það er að vera í doktorsnámi,“ segir Katrín. Fjórðungur doktorsnema hafi ekki fengið neinn styrk til námsins og stór hluti þeirra sem hafi hlotið styrk hafi aðeins fengið hann til tveggja eða þriggja ára. Doktorsnám við HÍ spanni oftast fimm ára. Lágir og jafnvel engir styrkir geri það að verkum að tími þar til nemar útskrifast hefur lengst. Þá segir Katrín að doktorsnemar eigi erfitt með að finna upplýsingar um stöðu sína og réttindi og vill félagið að þeir eignist málsvara innan skólakerfisins. „Á Norðurlöndunum tíðkast það að það sé einhvers konar umboðsmaður doktorsnema sem starfi við þessa Háskóla þannig þegar upp koma flókin mál sé hægt að leita á ákveðinn stað í fullu trausti,“ segir Katrín en félagið berst nú fyrir því að umboðsmaður doktorsnema verði settur á fót hér á landi.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Geðheilbrigði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira