Fólk ekki flutt á sjúkrahús ef lífslíkur eru taldar afar litlar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 22:02 Þúsundir bíða nú í bifreiðum sínum við Dodger-leikvanginn í Los Angeles til að komast í skimun vegna Covid-19. epa/Etienne Laurent Sjúkraflutningamenn í Los Angeles-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa fengið fyrirskipun um að flytja ekki sjúklinga á sjúkrahús þegar lífslíkur þeirra eru taldar afar litlar. Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira