Fólk ekki flutt á sjúkrahús ef lífslíkur eru taldar afar litlar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 22:02 Þúsundir bíða nú í bifreiðum sínum við Dodger-leikvanginn í Los Angeles til að komast í skimun vegna Covid-19. epa/Etienne Laurent Sjúkraflutningamenn í Los Angeles-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa fengið fyrirskipun um að flytja ekki sjúklinga á sjúkrahús þegar lífslíkur þeirra eru taldar afar litlar. Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira