„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2021 11:31 Særún var samskiptastjóri Haga sem meðal annars reka verslanirnar Hagkaup og Bónus. Vísir Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021 Vistaskipti Verslun Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021
Vistaskipti Verslun Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira