Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. janúar 2021 07:01 Ásgeir Jónsson. Vísir/Vilhelm „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. „Núna er ég sjálfur atvinnulaus og það var nú er talsvert erfiðara að viðurkenna það en ég átti von á. Það er auðvelt að segja öðrum að skammast sín ekki fyrir að vera atvinnulaus, en geta svo ekki einu sinni sjálfur höndlað það. En svona er þetta því margt er jú hægara sagt en gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir þessa skömm sem fylgir því að vera atvinnulaus eiga sér langa sögu. Lengi hafi verið litið niður á atvinnulaust fólk og það jafnvel talið vera letingjar sem nenntu ekki að vinna. „Það gleymist stundum að atvinnulaust fólk fékk ekki að kjósa fyrr en 1934 sem er í raun óskiljanlegt en sýnir betur en margt annað hvernig litið var á atvinnulaust fólk hérna áður fyrr,“ segir Ásgeir. Til að útrýma þeirri tilfinningu að fólk þurfi að skammast sín fyrir það að vera án atvinnu, stofnaði Ásgeir Facebookhóp undir yfirskriftinni „Forskot í krefjandi heimi atvinnuleitar.“ Þar sér hann fyrir sér að fólk í atvinnuleit geti stutt við hvort annað með því að deila þekkingu og fræðslu og ræða opinskátt um atvinnuleitina og atvinnuleysið. „Ég vona að nú þegar margir hafa misst vinnuna vegna Covid 19, skapist þetta tækifæri til að útrýma þessari tilfinningu atvinnuleitenda að skammast sín . Þess vegna langar mig að fá sem flesta atvinnuleitendur í grúppuna mína,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs eru margar þekktar sögur til um það að hér áður fyrr hafi fólk skammast sín svo mikið fyrir atvinnuleysi að það hafi hreinlega ekki sagt frá því. Þetta hafi sérstaklega átt við karlmenn hér áður fyrr þegar þeir töldust fyrirvinna heimilisins. Skömmin sem fylgdi því að missa vinnuna gat verið svo mikil að menn hreinlega lugu að sínum nánustu. „Þeir fóru því út á morgnana, sögðust vera að fara í vinnunna, en dagurinn fór í að arka um göturnar og reyna að hamstra hvaða vinnu sem var að fá. Sumir enduðu jafnvel á ölkelduhúsum og komu þá ekki heim fyrr en seint og síðar meir,“ segir Ásgeir og bætir við: „Þetta hefur klárlega lagast mikið síðan þá. Nú og svo var mikið haldið á lofti, að vinnan göfgi manninn og allt það.“ Sem betur fer segir Ásgeir þó atvinnuleysibæturnar hafa breytt miklu. Fyrir þann tíma hafi fólk án atvinnu verið í mun erfiðari stöðu þar sem margar fjölskyldur upplifðu eflaust alvöru hungur og neyð á tímum atvinnuleysis. Ásgeir vill útrýma skömminni sem fylgir oft því að vera atvinnulaus.Vísir/Vilhelm Að vera í atvinnuleit En Ásgeir þekkir það ekki aðeins af eiginn skinni að vera atvinnuleit. Hann hefur einnig lært ýmislegt af samskiptum sínum við atvinnuleitendur á fyrirlestrum sem hann hefur haldið. Að hans sögn, er algengt að helstu spurningar fólks á slíkum fyrirlestrum snúist um atvinnuviðtalið sjálft. T.d. erfiðar spurningar sem þar gætu verið spurðar, hvernig æskilegt er að beita sér í líkamstjáningu, framkomu og svo framvegis. „Það fær nánast engin vinnu út á ferilskrá og kynningarbréf eitt og sér. Þessi gögn koma þér hins vegar í viðtalið. Í viðtalinu skiptir því lykilmáli að koma vel fyrir og þess vegna spyr fólk mikið um hvernig best sé að gera það,“ segir Ásgeir og bætir við: „Oft er það nefnilega atvinnuviðtalið sem getur staðið í vegi fyrir fólki að fá vinnu. Sumir eiga til dæmis ekki í neinum erfiðleikum með að komast í viðtöl, en ná síðan ekki að klára dæmið í atvinnuviðtalinu sjálfu.“ En hvaða ráð myndir þú vilja gefa fólki sem nú er í atvinnuleit? ,,Að muna að þetta er vinna og halda fókusnum á hversu magnað það getur verið að ná að landa góðri vinnu og hversu mikilvægt það er, enda fer um þriðjungur ævinnar í vinnuna,“ segir Ásgeir. Hann segir það að vera virkur í atvinnuleit sé svolítið eins og að leggja reglulega inn á bankabók. Ávinningurinn skili sér síðar þótt fólki finnist lítið gerast fyrst um sinn. Því þegar fólk landar góðri vinnu þá er það ekki bara atvinnuviðtalið sem skilaði þér vinnunni heldur öll menntun, námskeið, reynsla, vinnan í ferilskránni, kynningarbréfið og hvað annað sem fólk hefur lagt á sig, sem er að teljast til.“ Hann bendir fólki á að vera duglegt að sækja um störf af eigin frumkvæði því talað sé um að aðeins helmingur starfa séu auglýst. „Miði er möguleiki, það eru jú meiri líkur á að vinna í lottó ef maður kaupir miða og spilar með,“ segir Ásgeir sem samlíkingu um það hvers vegna það sé þess virði að prófa að sækja um störf þótt vinnustaðurinn sé ekki að auglýsa. Þá mælir Ásgeir með því að fólk taki sér ákveðinn tíma dags eða yfir vikuna, sem það úthlutar sér í atvinnuleit. Þess á milli eigi það endilega að reyna að njóta lífsins eins og kostur er. „Oft fer þetta nefnilega þannig að fólk er alltaf með samviskubit að vera ekki að leita að vinnu, með þetta svona hangandi yfir sér alltaf og nær ekki að slaka á.“ Fréttir og umræða segir Ásgeir líka geta nýst í atvinnuleit. ,,Fylgstu vel með fréttum og þá sérstaklega viðskiptafréttum. Ef þú sérð að draumavinnuveitandinn hefur fengið ný verkefni upp í hendurnar þá er ekki útilokað að hann þurfi að ráða fleira starfsfólk. Sú þörf getur bæði skapast almennt innan fyrirtækisins en einnig getur þurft að ráða fólk með sérþekkingu tengdum þessum nýju verkefnum. Verkefni koma oft með stuttum fyrirvara og oft hefur ekki verið hugað að mannaráðningum. Þá verður þú fyrri til og sendir inn umsókn þína.“ Eins geta fréttir oft gefið vísbendingar um það sem framundan er. Ef þú sérð í atvinnuauglýsingum eða viðskiptafréttum að forstjóra- eða framkvæmdastjóraskipti eru yfirvofandi hjá draumavinnuveitandanum, þá fylgja slíkum breytingum oft mannabreytingar í yfirmannahópi fyrirtækisins og í raun niður allt skipuritið. Þá opnast tækifæri fyrir þig til að sækja um vinnu.“ Þá segir Ásgeir gott að fylgjast með atvinnugreinum sem eru í vexti en bendir einnig á að aukin umsvif skapa einnig afleidd störf. „Ef umsvif jarðverktaka eru að aukast, getur það þýtt ný störf í bókhaldi, markaðsmálum og svo framvegis,“ segir Ásgeir og bætir við: „Síðan er mikilvægt að hafa opinn huga. Tækifærin geta leynst víða og vísbendingar um áhugaverð störf eru oft allt í kringum okkur án þess að við tökum beint eftir þeim.“ Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Núna er ég sjálfur atvinnulaus og það var nú er talsvert erfiðara að viðurkenna það en ég átti von á. Það er auðvelt að segja öðrum að skammast sín ekki fyrir að vera atvinnulaus, en geta svo ekki einu sinni sjálfur höndlað það. En svona er þetta því margt er jú hægara sagt en gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir þessa skömm sem fylgir því að vera atvinnulaus eiga sér langa sögu. Lengi hafi verið litið niður á atvinnulaust fólk og það jafnvel talið vera letingjar sem nenntu ekki að vinna. „Það gleymist stundum að atvinnulaust fólk fékk ekki að kjósa fyrr en 1934 sem er í raun óskiljanlegt en sýnir betur en margt annað hvernig litið var á atvinnulaust fólk hérna áður fyrr,“ segir Ásgeir. Til að útrýma þeirri tilfinningu að fólk þurfi að skammast sín fyrir það að vera án atvinnu, stofnaði Ásgeir Facebookhóp undir yfirskriftinni „Forskot í krefjandi heimi atvinnuleitar.“ Þar sér hann fyrir sér að fólk í atvinnuleit geti stutt við hvort annað með því að deila þekkingu og fræðslu og ræða opinskátt um atvinnuleitina og atvinnuleysið. „Ég vona að nú þegar margir hafa misst vinnuna vegna Covid 19, skapist þetta tækifæri til að útrýma þessari tilfinningu atvinnuleitenda að skammast sín . Þess vegna langar mig að fá sem flesta atvinnuleitendur í grúppuna mína,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs eru margar þekktar sögur til um það að hér áður fyrr hafi fólk skammast sín svo mikið fyrir atvinnuleysi að það hafi hreinlega ekki sagt frá því. Þetta hafi sérstaklega átt við karlmenn hér áður fyrr þegar þeir töldust fyrirvinna heimilisins. Skömmin sem fylgdi því að missa vinnuna gat verið svo mikil að menn hreinlega lugu að sínum nánustu. „Þeir fóru því út á morgnana, sögðust vera að fara í vinnunna, en dagurinn fór í að arka um göturnar og reyna að hamstra hvaða vinnu sem var að fá. Sumir enduðu jafnvel á ölkelduhúsum og komu þá ekki heim fyrr en seint og síðar meir,“ segir Ásgeir og bætir við: „Þetta hefur klárlega lagast mikið síðan þá. Nú og svo var mikið haldið á lofti, að vinnan göfgi manninn og allt það.“ Sem betur fer segir Ásgeir þó atvinnuleysibæturnar hafa breytt miklu. Fyrir þann tíma hafi fólk án atvinnu verið í mun erfiðari stöðu þar sem margar fjölskyldur upplifðu eflaust alvöru hungur og neyð á tímum atvinnuleysis. Ásgeir vill útrýma skömminni sem fylgir oft því að vera atvinnulaus.Vísir/Vilhelm Að vera í atvinnuleit En Ásgeir þekkir það ekki aðeins af eiginn skinni að vera atvinnuleit. Hann hefur einnig lært ýmislegt af samskiptum sínum við atvinnuleitendur á fyrirlestrum sem hann hefur haldið. Að hans sögn, er algengt að helstu spurningar fólks á slíkum fyrirlestrum snúist um atvinnuviðtalið sjálft. T.d. erfiðar spurningar sem þar gætu verið spurðar, hvernig æskilegt er að beita sér í líkamstjáningu, framkomu og svo framvegis. „Það fær nánast engin vinnu út á ferilskrá og kynningarbréf eitt og sér. Þessi gögn koma þér hins vegar í viðtalið. Í viðtalinu skiptir því lykilmáli að koma vel fyrir og þess vegna spyr fólk mikið um hvernig best sé að gera það,“ segir Ásgeir og bætir við: „Oft er það nefnilega atvinnuviðtalið sem getur staðið í vegi fyrir fólki að fá vinnu. Sumir eiga til dæmis ekki í neinum erfiðleikum með að komast í viðtöl, en ná síðan ekki að klára dæmið í atvinnuviðtalinu sjálfu.“ En hvaða ráð myndir þú vilja gefa fólki sem nú er í atvinnuleit? ,,Að muna að þetta er vinna og halda fókusnum á hversu magnað það getur verið að ná að landa góðri vinnu og hversu mikilvægt það er, enda fer um þriðjungur ævinnar í vinnuna,“ segir Ásgeir. Hann segir það að vera virkur í atvinnuleit sé svolítið eins og að leggja reglulega inn á bankabók. Ávinningurinn skili sér síðar þótt fólki finnist lítið gerast fyrst um sinn. Því þegar fólk landar góðri vinnu þá er það ekki bara atvinnuviðtalið sem skilaði þér vinnunni heldur öll menntun, námskeið, reynsla, vinnan í ferilskránni, kynningarbréfið og hvað annað sem fólk hefur lagt á sig, sem er að teljast til.“ Hann bendir fólki á að vera duglegt að sækja um störf af eigin frumkvæði því talað sé um að aðeins helmingur starfa séu auglýst. „Miði er möguleiki, það eru jú meiri líkur á að vinna í lottó ef maður kaupir miða og spilar með,“ segir Ásgeir sem samlíkingu um það hvers vegna það sé þess virði að prófa að sækja um störf þótt vinnustaðurinn sé ekki að auglýsa. Þá mælir Ásgeir með því að fólk taki sér ákveðinn tíma dags eða yfir vikuna, sem það úthlutar sér í atvinnuleit. Þess á milli eigi það endilega að reyna að njóta lífsins eins og kostur er. „Oft fer þetta nefnilega þannig að fólk er alltaf með samviskubit að vera ekki að leita að vinnu, með þetta svona hangandi yfir sér alltaf og nær ekki að slaka á.“ Fréttir og umræða segir Ásgeir líka geta nýst í atvinnuleit. ,,Fylgstu vel með fréttum og þá sérstaklega viðskiptafréttum. Ef þú sérð að draumavinnuveitandinn hefur fengið ný verkefni upp í hendurnar þá er ekki útilokað að hann þurfi að ráða fleira starfsfólk. Sú þörf getur bæði skapast almennt innan fyrirtækisins en einnig getur þurft að ráða fólk með sérþekkingu tengdum þessum nýju verkefnum. Verkefni koma oft með stuttum fyrirvara og oft hefur ekki verið hugað að mannaráðningum. Þá verður þú fyrri til og sendir inn umsókn þína.“ Eins geta fréttir oft gefið vísbendingar um það sem framundan er. Ef þú sérð í atvinnuauglýsingum eða viðskiptafréttum að forstjóra- eða framkvæmdastjóraskipti eru yfirvofandi hjá draumavinnuveitandanum, þá fylgja slíkum breytingum oft mannabreytingar í yfirmannahópi fyrirtækisins og í raun niður allt skipuritið. Þá opnast tækifæri fyrir þig til að sækja um vinnu.“ Þá segir Ásgeir gott að fylgjast með atvinnugreinum sem eru í vexti en bendir einnig á að aukin umsvif skapa einnig afleidd störf. „Ef umsvif jarðverktaka eru að aukast, getur það þýtt ný störf í bókhaldi, markaðsmálum og svo framvegis,“ segir Ásgeir og bætir við: „Síðan er mikilvægt að hafa opinn huga. Tækifærin geta leynst víða og vísbendingar um áhugaverð störf eru oft allt í kringum okkur án þess að við tökum beint eftir þeim.“
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00