Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:31 Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira