„Ég þekki sársauka ykkar. Hér voru kosningar og þeim var stolið af okkur. Þetta voru yfirburðakosningar og allir vita það, sérstaklega hin hliðin. En þið verðið að fara heim núna. Við verðum að halda friðinn,“ segir fráfarandi Bandaríkjaforseti í myndbandinu, sem var síðar fjarlægt af Twitter.
Hann biður mótmælendur um að virða lög og reglur og þá löggæslumenn sem eru að störfum. Hann vilji ekki að neinn særist.
„Þetta er erfiður tími. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi áður, þar svona hlutur getur gerst – þar sem þau geta tekið þetta frá okkur öllum. Frá mér, frá þér, frá landinu okkar,“ segir Trump og bætir við:
„Þetta voru sviksamlegar kosningar en við getum ekki spilað þetta upp í hendurnar á þessu fólki. Við verðum að halda friðinn. Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök.“