Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2021 22:14 Guðmundur gefur skipanir á EM í janúar 2020. Jan Christiansen/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“ Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“
Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti