Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2021 22:14 Guðmundur gefur skipanir á EM í janúar 2020. Jan Christiansen/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“ Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“
Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira