NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 13:01 Steve Kerr fylgist hér áhyggjufullur með leik hjá Golden State Warriors liðinu. Getty/ Ezra Shaw Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira