Sjokk, vonleysi og nánast ómögulegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 12:30 Hlestu spjallþáttstjórnendur Bandaríkjanna ræða atburði gærdagsins. Jimmy Kimmel, Seth Meyers, James Corden og Jimmy Fallon eru með þeim vinsælustu spjallþáttastjórnendum heims og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Vanalega eru þættir þeirra teknir upp snemma á hverjum virkum degi og síðan sýndir á kvöldin í bandarísku sjónvarpi. Aftur á móti í gærkvöldi þurftu þeir allir að taka upp sérstakt innslag þar sem þeir komu fram með sína eigin yfirlýsingu í tengslum við atburðina í Bandaríkjunum í gær. Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar og nú helstu spjallþáttastórnendur hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Reiður Kimmel Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Jimmy Kimmel talaði um málið í tæplega tíu mínútur og átti hann ekki til eitt aukatekið orð yfir hegðun forsetans fráfarandi. Töluverð reiði var í tón Jimmy Kimmel er hann ræddi málið. „Fólk vill bara byrja í stríði til þess eins að varpa athyglinni frá þeirri staðreynd að Donald Trump tapaði þessum kosningum,“ sagði Kimmel. Seth Meyers segist hafa skrifað fjölmarga brandara fyrr um daginn en það var í raun hægt að henda þeim öllum í ruslið eftir atburði gærdagsins. Spjallþáttur hans Late Night with Seth Meyers í gærkvöldi var í raun mun alvarlegri en vanalega og var það meðvituð ákvörðun hjá framleiðendum þáttarins. Lítið var um grín enda sagði Meyers að þetta hafi verið einhver skelfilegasti dagur í sögu lýðræðisins í Bandaríkjunum. „Við getum verið í sjokki en þetta á ekki að koma okkur á óvart,“ sagði Meyers. Bretinn James Corden tók málið einnig fyrir. Hann segir að þetta hafi verið svartur dagur í sögu Bandaríkjanna. „Þegar maður var að renna yfir allar sjónvarpsstöðvarnar kom ákveðið vonleysi yfir mig.“ Jimmy Fallon segir að það sé nánast ógerlegt að halda úti skemmtiþætti á þessum tímum. „Á þessum tímum þurfum við á hvort öðru að halda. Það er á svona tímum sem maður hugsar með sér, hvernig getur þetta verið að gerast. Ég er einnig að hugsa, hvernig get ég hjálpað. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja við þjóðina að þetta verði allt í lagi og við munum komast í gegnum þetta.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hollywood Bíó og sjónvarp Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“