Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 16:15 Zuckerberg og félagar hjá Facebook ætla ekki að gefa Trump færi á að breiða út boðskap sinn á Facebook og Instagram á næstu dögum og vikum. Getty Images/Bill Clark-Pool Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist. Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist.
Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent