„Fáránlegt“, „heimskulegt“ og „týpískt IHF“ segja dönsku landsliðsmennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 23:00 Henrik Møllgaard er allt annað en sáttur með mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið. Jan Christensen/Getty Það fór hrollur um dönsku þjóðina fyrr í vikunni er stærsta stjarna liðsins Mikkel Hansen greindi frá því í síðustu viku að hann íhugaði að gefa ekki kost á sér á HM í Egyptalandi vegna þess hvernig Alþjóðahandboltasambandið ætlaði að tækla mótið. Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31
Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30
Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00