Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:24 Það er mat tveggja lögfræðinga að aðgerðir íslenskra lögregluyfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi verið ólögmætar. Vísir/Vilhelm Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira