Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2021 08:20 Betsy DeVos var gerð að menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump árið 2017. Getty Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. DeVos er annar ráðherrann í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér vegna málsins, en í gær tilkynnti samgönguráðherrann Elaine Chao um afsögn sína eftir að hafa melt atburðina í og við þinghúsið og viðbrögð forsetans við þeim. CNN greinir frá því að í afsagnarbréfi sínu segir DeVos að hegðun fólksins sem réðst inn í þinghúsið hafi verið „svívirðileg“ og að ekki verði framhjá því litið að „áhrif orðræðu“ forsetans hafi verið mikil á framvinduna og skipt þar sköpum. „Áhrifagjörn börn eru að fylgjast með þessu öllu og læra af okkur,“ sagði DeVos. DeVos var skipuð menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trumps árið 2016, en hún hafði þá verið í hópi helstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Þótti stuðningur hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools) umdeildur. Erfiðlega gekk á sínum tíma að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta DeVos í embætti og þurfti varaforsetinn Mike Pence að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
DeVos er annar ráðherrann í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér vegna málsins, en í gær tilkynnti samgönguráðherrann Elaine Chao um afsögn sína eftir að hafa melt atburðina í og við þinghúsið og viðbrögð forsetans við þeim. CNN greinir frá því að í afsagnarbréfi sínu segir DeVos að hegðun fólksins sem réðst inn í þinghúsið hafi verið „svívirðileg“ og að ekki verði framhjá því litið að „áhrif orðræðu“ forsetans hafi verið mikil á framvinduna og skipt þar sköpum. „Áhrifagjörn börn eru að fylgjast með þessu öllu og læra af okkur,“ sagði DeVos. DeVos var skipuð menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trumps árið 2016, en hún hafði þá verið í hópi helstu fjárhagslegu bakhjarla Repúblikanaflokksins auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Þótti stuðningur hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools) umdeildur. Erfiðlega gekk á sínum tíma að fá Bandaríkjaþing til að staðfesta DeVos í embætti og þurfti varaforsetinn Mike Pence að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22