Viðskipti erlent

Sylvía frá Icelandair til Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Sylvía Ólafsdóttir.
Sylvía Ólafsdóttir. Origo

Sylvía Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo og tekur hún sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Í tilkynningu frá Origo kemur fram að Sylvía komi til félagsins frá Icelandair þar sem hún hafi verið forstöðumaður leiðakerfisins.

„Sylvía hefur starfað fyrir Landsvirkjun þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði og fyrir Amazon í Evrópu, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun fyrir vefbækur auk þess að leiða greiningar- og stefnumótunarvinnu fyrir samningagerð við bókaútgefendur.

Sylvía er með M.Sc. próf í Operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur sinnt stundakennslu við verkfræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum kerfislíkönum og verkefnastjórnun (MPM). Sylvía situr einnig í stjórn Ölgerðarinnar og Símans.

Hlutverk Sylvíu hjá Origo verður að styrkja og gera vöru- og lausnarframboð félagsins skýrara, vinna að þróun kjarnamarkaða og efla vörumerki Origo.

Sylvía mun hefja störf í mars,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×