Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. janúar 2021 07:01 Arna Guðmundsdóttir læknir og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir lögfræðingur eru meðal eigenda RetinaRisk. Vísir/Vilhelm „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. RetinaRisk hefur þróað áhættureikni sem fólk með sykursýki getur hlaðið niður í símann sinn. Þessi áhættureiknir metur hvaða líkur eru á því að notandinn geti fengið augnsjúkdóm eða jafnvel misst sjónina. „Það eru ekki allir meðvitaðir um það að sykursýki er ein helsta orsök blindu í heiminum í dag og að með tímanlegri greiningu, bættri sykursýkisstjórnun og viðeigandi meðferð má í yfir 90% tilvika koma í veg fyrir alvarlega skerðingu á sjón,“ segir Arna Guðmundsdóttir læknir til frekari útskýringar. RetinaRisk var stofnað árið 2009 og er því eitt þeirra fyrirtækja sem varð til eftir bankahrun. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu stofnenda og starfsmanna en aðrir hluthafar eru Iceland Venuture Studio, Háskóli Íslands, Landspítali og englafjárfestir. Yfir áttahundruð þúsund einstaklingar í yfir 170 löndum hafa hlaðið niður appi RetinaRisk. Að sögn Sigurbjargar og Örnu er gert ráð fyrir að niðurhöl fari yfir milljón talsins á næstu mánuðum. Með appinu getur fólk með sykursýki sjálft reiknað út og fylgst með áhættunni sem fylgir sykursýkinni fyrir augun. Það sér líka hvernig lækkun er á blóðsykri og hvernig blóðþrýstingurinn getur skipt sköpum við að lækka áhættu. Þá geta notendur sett sér markmið varðandi blóðsykur og blóðþrýstinginn og svo fylgst með þróuninni. Til viðbótar er hægt að skrá upplýsingar um til dæmis tímabókanir í augnskimun, hvenær fólk fór síðast í skoðun og svo framvegis. Í dag starfa fjórir starfsmenn hjá RetinaRisk og hér er Sigurbjörg ásamt tveimur þeirra: (fv.) Francisco Rojas og Ægi Þór Steinarsson.Vísir/Vilhelm. Ekki sama skóstærð sem hentar öllum En hvernig og hvenær kom hugmyndin til? Hugmyndin kemur frá Einari Stefánssyni, augnlækni sem hafði lengi verið að vinna í þessum fræðum. Hann hafði samband við mig og manninn minn, Thor Aspelund, Prófessor í Líftölfræði við Háskóla Ísland, til að taka þátt í að gera þessa hugmynd að veruleika í kringum 2009,“ segir Arna og bætir við: „Mikil vinna fór í þróun á áhættureikninum og svo tóku við víðtækar klínískar rannsóknir sem fóru fram í fimm löndum með þátttöku meira en 25 þúsund einstaklinga með sykursýki“ Arna segir niðurstöðurnar strax hafa sýnt að áhættureiknirinn er mjög nákvæmur og áræðanlegur. Það gerði það að verkum að hugmyndin stækkaði og í stað þess að horfa á áhættureiknirinn sem greiningartæki til að hafa eftirlit, gæti áhættureiknirinn nýst þeim einstaklingum sjálfum í formi apps. „Við sáum að með RetinaRisk áhættureikninum væri hægt að spara gríðarlega fjármuni með því að draga úr eftirliti meðal einstaklinga sem hafa lága áhættu,“ segir Arna. Því það að hafa eftirlit með sjúklingum er líka kostnaðarsamt og því fylgir álag. „Þær hefðir sem hafa skapast með eftirlitstíðni miðast fyrst og fremst við þá sjúklinga sem eru í einna mestri áhættu og þurfa þess vegna títt eftirlit og mikla meðferð. Þetta leiðir til þess að sjúklingar sem eru í minni áhættu fá óþarflega títt eftirlit. Þarna er mikið verk að vinna innan heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Arna og bætir við: Alvarleiki og áhættustig sjúklinga með langvinna sjúkdóma er mjög mismunandi, en heilbrigðisþjónusta hefur tilhneigingu til að nálgast hvern sjúkdóm með svipuðum hætti og eftirlitstíðni, eins og sama skóstærð henti öllum.“ Með RetinaRisk hugbúnaðinum er hægt að sjá hverjir þurfa mestu aðstoðina hverju sinni, forgangsröðun verður því betri og áhættugreiningin er líka sérsniðin hverjum og einum sjúklingi. Þá er það mikill kostur að sjúklingarnir sjálfir nota appið og þannig er þekking að aukast til einstaklinga, þ.e. hún er að færast frá því að vera aðeins hjá læknum og heilbrigðisstarfsfólki. Sigurbjörg segir nýsköpun kalla á mikla þrautseigju en vegferðin er skemmtileg og mörg tækifæri framundan. RetinaRisk appinu hefur nú þegar verið hlaðið niður af yfir 800.000 manns í yfir 170 löndum.Vísir/Vilhelm Aukin umsvif framundan Að sögn Sigurbjargar hefur Tækniþróunarsjóður Íslands stutt myndarlega við verkefnið frá upphafi. Nú síðast hafi RetinaRisk hlotið markaðsstyrk frá sjóðnum árið 2020. „Í dag eru fjórir starfsmenn í fullu starfi ásamt forritunarteymi í Úkraínu. Á næstu misserum stefnum við á að fjölga starfsmönnum umtalsvert, einkum með áherslu á að stækka söluteymið til að styðja við þann mikla vöxt sem við sjáum fram á,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir verkefnið einstaklega spennandi en viðurkennir að nýsköpun kallar á mikla þrautseigju. Ekkert gerist of auðveldlega eða af sjálfu sér. Til dæmis hafi ný lausn síðastliðið haust verið kynnt sem stór áfangi og þeim áfanga sé verið að fylgja eftir á næstu mánuðum með samningaviðræðum við marga stóra aðila úti í heimi. „Þetta hefur allt tekið tíma og oft reynt á þolinmæðina enda er það ekki alltaf auðvelt að breyta hegðun, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Þó áhugi og vilji sé fyrir hendi er oft um að ræða kerfislæga tregðu við að taka inn nýjar lausnir en takmarkað fjármagn spilar oft stórt hlutverk,“ segir Sigurbjörg og bætir við: Ég tel þó að COVID-19 hafi flýtt mikið fyrir því að stafrænar lausnir á heilbrigðissviði hafa verið teknar í almenna notkun sem er kannski ein af fáu jákvæðu afleiðingum faraldursins. Með RetinaRisk erum við í raun að breyta hvernig við sem alþjóðasamfélag nálgumst heilsu, heilbrigðisþjónustu og okkar eigin þátttöku sem sjúklingar í því ferli.“ Arna segir margt hægt að læra á fyrstu árum starfseminnar. Til dæmis hversu mikilvægt það er að velja gott teymi því það þarf rétta hópinn til að sprotafyrirtæki nái að stækka og dafna. Þótt starfsfólk sé ekki margt, þurfti að huga að fjölbreytileika og ólíkum bakgrunni. Þá segir Sigurbjörg mjög ánægjulegt að sjá hvernig viðbrögðin hafi verið erlendis frá. Í upphafi hafi fyrirtækið verið stofnað til að bæta heilbrigðisþjónustuna á Íslandi en nú er RetinaRisk komið í alþjóðlega dreifingu. Erlendir fjölmiðlar, læknarit og fleiri birt umfjöllun og greinar um RetinaRisk, nú síðast birtist umfjöllun í Forbes. Og framtíðin er björt. Þó að við séum að einblína á fylgikvilla sykursýki í dag þá er mikil vinna framundan við að stækka vöruframboðið til að koma af stað byltingu í heilbrigðisþjónustu. Við höfum gögnin og getuna til að auka einstaklingsmiðaða nálgun og draga úr óskilvirkni innan heilbrigðiskerfisins og við ætlum okkur að vera brautryðjandi á þessu sviði,“ segir Sigurbjörg. Nýsköpun Tækni Heilsa Tengdar fréttir „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
RetinaRisk hefur þróað áhættureikni sem fólk með sykursýki getur hlaðið niður í símann sinn. Þessi áhættureiknir metur hvaða líkur eru á því að notandinn geti fengið augnsjúkdóm eða jafnvel misst sjónina. „Það eru ekki allir meðvitaðir um það að sykursýki er ein helsta orsök blindu í heiminum í dag og að með tímanlegri greiningu, bættri sykursýkisstjórnun og viðeigandi meðferð má í yfir 90% tilvika koma í veg fyrir alvarlega skerðingu á sjón,“ segir Arna Guðmundsdóttir læknir til frekari útskýringar. RetinaRisk var stofnað árið 2009 og er því eitt þeirra fyrirtækja sem varð til eftir bankahrun. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu stofnenda og starfsmanna en aðrir hluthafar eru Iceland Venuture Studio, Háskóli Íslands, Landspítali og englafjárfestir. Yfir áttahundruð þúsund einstaklingar í yfir 170 löndum hafa hlaðið niður appi RetinaRisk. Að sögn Sigurbjargar og Örnu er gert ráð fyrir að niðurhöl fari yfir milljón talsins á næstu mánuðum. Með appinu getur fólk með sykursýki sjálft reiknað út og fylgst með áhættunni sem fylgir sykursýkinni fyrir augun. Það sér líka hvernig lækkun er á blóðsykri og hvernig blóðþrýstingurinn getur skipt sköpum við að lækka áhættu. Þá geta notendur sett sér markmið varðandi blóðsykur og blóðþrýstinginn og svo fylgst með þróuninni. Til viðbótar er hægt að skrá upplýsingar um til dæmis tímabókanir í augnskimun, hvenær fólk fór síðast í skoðun og svo framvegis. Í dag starfa fjórir starfsmenn hjá RetinaRisk og hér er Sigurbjörg ásamt tveimur þeirra: (fv.) Francisco Rojas og Ægi Þór Steinarsson.Vísir/Vilhelm. Ekki sama skóstærð sem hentar öllum En hvernig og hvenær kom hugmyndin til? Hugmyndin kemur frá Einari Stefánssyni, augnlækni sem hafði lengi verið að vinna í þessum fræðum. Hann hafði samband við mig og manninn minn, Thor Aspelund, Prófessor í Líftölfræði við Háskóla Ísland, til að taka þátt í að gera þessa hugmynd að veruleika í kringum 2009,“ segir Arna og bætir við: „Mikil vinna fór í þróun á áhættureikninum og svo tóku við víðtækar klínískar rannsóknir sem fóru fram í fimm löndum með þátttöku meira en 25 þúsund einstaklinga með sykursýki“ Arna segir niðurstöðurnar strax hafa sýnt að áhættureiknirinn er mjög nákvæmur og áræðanlegur. Það gerði það að verkum að hugmyndin stækkaði og í stað þess að horfa á áhættureiknirinn sem greiningartæki til að hafa eftirlit, gæti áhættureiknirinn nýst þeim einstaklingum sjálfum í formi apps. „Við sáum að með RetinaRisk áhættureikninum væri hægt að spara gríðarlega fjármuni með því að draga úr eftirliti meðal einstaklinga sem hafa lága áhættu,“ segir Arna. Því það að hafa eftirlit með sjúklingum er líka kostnaðarsamt og því fylgir álag. „Þær hefðir sem hafa skapast með eftirlitstíðni miðast fyrst og fremst við þá sjúklinga sem eru í einna mestri áhættu og þurfa þess vegna títt eftirlit og mikla meðferð. Þetta leiðir til þess að sjúklingar sem eru í minni áhættu fá óþarflega títt eftirlit. Þarna er mikið verk að vinna innan heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Arna og bætir við: Alvarleiki og áhættustig sjúklinga með langvinna sjúkdóma er mjög mismunandi, en heilbrigðisþjónusta hefur tilhneigingu til að nálgast hvern sjúkdóm með svipuðum hætti og eftirlitstíðni, eins og sama skóstærð henti öllum.“ Með RetinaRisk hugbúnaðinum er hægt að sjá hverjir þurfa mestu aðstoðina hverju sinni, forgangsröðun verður því betri og áhættugreiningin er líka sérsniðin hverjum og einum sjúklingi. Þá er það mikill kostur að sjúklingarnir sjálfir nota appið og þannig er þekking að aukast til einstaklinga, þ.e. hún er að færast frá því að vera aðeins hjá læknum og heilbrigðisstarfsfólki. Sigurbjörg segir nýsköpun kalla á mikla þrautseigju en vegferðin er skemmtileg og mörg tækifæri framundan. RetinaRisk appinu hefur nú þegar verið hlaðið niður af yfir 800.000 manns í yfir 170 löndum.Vísir/Vilhelm Aukin umsvif framundan Að sögn Sigurbjargar hefur Tækniþróunarsjóður Íslands stutt myndarlega við verkefnið frá upphafi. Nú síðast hafi RetinaRisk hlotið markaðsstyrk frá sjóðnum árið 2020. „Í dag eru fjórir starfsmenn í fullu starfi ásamt forritunarteymi í Úkraínu. Á næstu misserum stefnum við á að fjölga starfsmönnum umtalsvert, einkum með áherslu á að stækka söluteymið til að styðja við þann mikla vöxt sem við sjáum fram á,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir verkefnið einstaklega spennandi en viðurkennir að nýsköpun kallar á mikla þrautseigju. Ekkert gerist of auðveldlega eða af sjálfu sér. Til dæmis hafi ný lausn síðastliðið haust verið kynnt sem stór áfangi og þeim áfanga sé verið að fylgja eftir á næstu mánuðum með samningaviðræðum við marga stóra aðila úti í heimi. „Þetta hefur allt tekið tíma og oft reynt á þolinmæðina enda er það ekki alltaf auðvelt að breyta hegðun, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Þó áhugi og vilji sé fyrir hendi er oft um að ræða kerfislæga tregðu við að taka inn nýjar lausnir en takmarkað fjármagn spilar oft stórt hlutverk,“ segir Sigurbjörg og bætir við: Ég tel þó að COVID-19 hafi flýtt mikið fyrir því að stafrænar lausnir á heilbrigðissviði hafa verið teknar í almenna notkun sem er kannski ein af fáu jákvæðu afleiðingum faraldursins. Með RetinaRisk erum við í raun að breyta hvernig við sem alþjóðasamfélag nálgumst heilsu, heilbrigðisþjónustu og okkar eigin þátttöku sem sjúklingar í því ferli.“ Arna segir margt hægt að læra á fyrstu árum starfseminnar. Til dæmis hversu mikilvægt það er að velja gott teymi því það þarf rétta hópinn til að sprotafyrirtæki nái að stækka og dafna. Þótt starfsfólk sé ekki margt, þurfti að huga að fjölbreytileika og ólíkum bakgrunni. Þá segir Sigurbjörg mjög ánægjulegt að sjá hvernig viðbrögðin hafi verið erlendis frá. Í upphafi hafi fyrirtækið verið stofnað til að bæta heilbrigðisþjónustuna á Íslandi en nú er RetinaRisk komið í alþjóðlega dreifingu. Erlendir fjölmiðlar, læknarit og fleiri birt umfjöllun og greinar um RetinaRisk, nú síðast birtist umfjöllun í Forbes. Og framtíðin er björt. Þó að við séum að einblína á fylgikvilla sykursýki í dag þá er mikil vinna framundan við að stækka vöruframboðið til að koma af stað byltingu í heilbrigðisþjónustu. Við höfum gögnin og getuna til að auka einstaklingsmiðaða nálgun og draga úr óskilvirkni innan heilbrigðiskerfisins og við ætlum okkur að vera brautryðjandi á þessu sviði,“ segir Sigurbjörg.
Nýsköpun Tækni Heilsa Tengdar fréttir „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52 „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. 14. desember 2020 07:52
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01