Staðfesta að Sex and the City snúi aftur Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2021 07:23 Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis snúa allar aftur. Getty Til stendur að framleiða nýja þáttaröð af Sex and the City. Í nýju þáttaröðinni verða tíu hálftíma langir þættir sem framleiddir eru fyrir streymisveituna HBO Max. Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein