Staðfesta að Sex and the City snúi aftur Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2021 07:23 Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis snúa allar aftur. Getty Til stendur að framleiða nýja þáttaröð af Sex and the City. Í nýju þáttaröðinni verða tíu hálftíma langir þættir sem framleiddir eru fyrir streymisveituna HBO Max. Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira