Borgaryfirvöld í Seúl til óléttra kvenna: Hugaðu að útlitinu og eldaðu mat fyrir karlinn fyrir fæðinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 08:42 Það er að mörgu að huga í Seúl þegar barn er í vændum. Unsplash/rawkkim Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þegar borgaryfirvöld í Seúl gáfu út leiðbeiningar til óléttra kvenna, þar sem þeir var meðal annars ráðlagt að huga að útlitinu og hafa tilbúnar máltíðir og hrein föt fyrir karlinn fyrir fæðingu. Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira