Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. janúar 2021 20:00 Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin. Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni. Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00