Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 10:25 Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til bæði Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að breyta reglunum þannig að skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna hefjist við fertugt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira