Brottförum fækkaði um eina og hálfa milljón árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 13:04 Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað mjög vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/vilhelm Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9 prósent. Ekki hafa svo fáar brottfarir mælst í tíu ár, að því er segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem fóru af landinu árið 2020 fóru á tímabilinu janúar til mars, eða um 333 þúsund, og um fjórðungur yfir sumarmánuðina, eða um 115 þúsund manns. Brottförum erlendra farþega fækkaði alla mánuði 2020 frá fyrra ári og nam fækkunin meira en 90 prósent sjö mánuði ársins. Brottförum í sumar fækkaði um 562 þúsund milli ára, eða um 83 prósent. Um sex prósent brottfara árið 2020 voru farnar sjö mánuði ársins eða á tímabilinu apríl til maí og á tímabilinu september til desember. „Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega eða til ársins 2010 en þá mældist fjöldi þeirra um 459 þúsund,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Í töflunni hér að ofan má sjá nánari útlistun á brottförum eftir mánuðum en þeim fækkaði á bilinu 10-15% í janúar til febrúar, um ríflega 50% í mars, um 80% í júlí og um 75% í ágúst. Aðra mánuði ársins fækkaði brottförum um meira en 90% milli ára eða í apríl, maí, júní, september, október, nóvember og desember. Flestar brottfarir, eða 101 þúsund, voru af hálfu Breta. Þær voru um þrisvar sinnum færri en árið 2019. „Brottfarir Bandaríkjamanna komu þar á eftir en þær mældust um 52 þúsund árið 2020 og fækkaði um 411 þúsund milli ára eða 88,7%. Í þriðja sæti voru brottfarir Þjóðverja, um 43 þúsund talsins og fækkaði þeim um 88 þúsund frá árinu 2019 eða um 66,9%. Samtals voru brottfarir Breta, Bandaríkjamanna og Þjóðverja um tvær af hverjum fimm (41,4%),“ segir í tilkynningu. Brottfarir Íslendinga voru um 130 þúsund talsins árið 2020 eða um 481 þúsund færri en árið 2019. Fækkunin nemur 78,7 prósent milli ára. Flestar brottfarir voru farnar á tímabilinu janúar til mars eða 67,8 prósent. Brottfarir Íslendinga hafa ekki mælst svo fáar frá því Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira