Handbolti

Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grænhöfðaeyjar eru nýliðar á HM í handbolta.
Grænhöfðaeyjar eru nýliðar á HM í handbolta. ihf

Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.

Lið Grænhöfðaeyja var í æfingabúðum í Portúgal þegar kórónuveirusmitin greindust. Í kjölfarið var æfingum hætt. Þeir eru þó einkennalausir.

Liðið er nú í einangrun í borginni Nazaré og bíður eftir því að komast í aðra skimun. Þeir leikmenn sem greindust með veiruna ku vera einkennalausir.

Grænhöfðeyingar eiga að halda til Egyptalands á morgun en fyrsti leikur þeirra á HM er gegn Ungverjum á föstudaginn.

Á sunnudaginn mæta Grænhöfðaeyjar svo Þýskalandi sem Alfreð stýrir. Síðasti leikur grænhöfðeyska liðsins í A-riðli er svo gegn Úrúgvæ eftir viku.

Kórónuveiran hefur sett strik í reikning margra þátttökuliða á HM. Ekkert þeirra hefur þó farið jafn illa út úr henni og Bandaríkin en átján leikmenn liðsins eru með veiruna.

Grænhöfðaeyjar unnu sér þátttökurétt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti með því að vera meðal sjö efstu liða á Afríkumótinu í fyrra.

Fyrsta varaþjóð inn á HM í Egyptalandi er Norður-Makedónía og Sviss önnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×