Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu skíðasvæða en skíðalyftur landsins hafa verið lokaðar síðan 20. mars síðastliðinn.
Þar segir að útfærsla á takmörkunum verði mismunandi eftir skíðasvæðum. Þar sem ekki megi fleiri en 50 prósent af hámarksfjölda gesta mæta hverju sinni geti gestir ekki ákveðið „með stuttum fyrirvara að skella sér á næsta skíðasvæði,“ að því er segir í tilkynningu.
Gestir eru því beðnir um að kynna sér aðstæður á svæðunum áður en lagt er af stað til að ganga úr skugga um að ekki sé „uppselt“.
Dæmi um aðrar takmarkanir sem þó eru mismunandi eftir skíðasvæðum:
- Skíðaskálar lokaðir fyrir utan salerni, veitingasala lokuð, skíðaleiga lokuð, takmarkanir í stólalyftur og stýring miðasölu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hvers skíðasvæðis fyrir sig.
- Salerni eru alltaf opin og takmarkaður fjöldi er leyfður þar í einu. Viðkomandi skíðasvæði tryggir að fyllstu sóttvarna verður gætt á salernum.
- Gestir eru beðnir að hafa grímu fyrir vitum sínum eða tvöfalt buff. Sérstaklega röðum og við skála, salerni og aðra staði þar sem fólk safnast saman.