Viðskipti erlent

Breski fjöl­miðla­mógúllinn David Barclay er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tvíburarnir Sir Frederick Barclay og Sir David Barclay. Saman byggðu þeir upp mikið viðskiptaveldi.
Tvíburarnir Sir Frederick Barclay og Sir David Barclay. Saman byggðu þeir upp mikið viðskiptaveldi. Getty

Breski auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Sir David Barclay er látinn, 86 ára að aldri.

Telegraph greinir frá þessu. Barclay var ásamt tvíburabróður sínum, Sir Frederick Barclay, eigandi Telegraph Media Group.

Sunday Times greinir frá því að auður tvíburanna hafi á síðasta ári verið metinn á um sjö milljarða punda, um 1.230 milljarðar króna.

Auk þess að vera áberandi í heimi fjölmiðla byggðu þeir David og Frederick Barclay upp veldi þar sem þeir áttu fjölda hótela, flutninga- og smávörufyrirtækja. Þeir bræður eignuðust Telegraph að fullu árið 2004.

David Barclay lætur eftir eiginkonu, fjóra syni og níu barnabörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×