Áslaug Arna skipar í embætti fjögurra héraðsdómara Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. janúar næstkomandi. Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira