Handbolti

Frumsýna nýja landsliðstreyju gegn Portúgal á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland hefur leikið sinn síðasta leik í þessari treyju.
Ísland hefur leikið sinn síðasta leik í þessari treyju. vísir/hulda margrét

Íslenska karlalandsliðið frumsýnir nýjan keppnisbúning þegar það mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi annað kvöld.

Íslensku strákarnir leika í fyrsta sinn í nýjum keppnisbúningi frá Kempa í þriðja leiknum gegn Portúgal á átta dögum.

Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands kemur fram að öll landslið Íslands muni framvegis leika í sömu treyju.

Hér fyrir neðan má sjá þá Janus Daða Smárason og Bjarka Má Elísson í nýja landsliðsbúningnum.

Ný landsliðstreyjan komin í sölu. Á morgun munu strákarnir okkar leika í fyrsta skiptið í nýrri landsliðstreyju frá...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Wednesday, January 13, 2021

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19:30 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×