Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 13. janúar 2021 13:03 Sérsveitarmenn fyrir utan Borgarholtsskóla í dag sjást til vinstri á mynd. Myndin til hægri er tekin inni í skólanum í dag. Samsett Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira