Sagosen segir að aðstæður á HM séu eins og í villta vestrinu og óttast að smitast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2021 14:36 Sander Sagosen og félagar í norska landsliðinu þykja líklegir til afreka á HM. getty/Robert Michael Norðmenn eru afar ósáttir við smitvarnir og aðbúnaðinn á HM í handbolta karla í Egyptalandi sem hefst í kvöld. Skærasta stjarna norska liðsins, Sander Sagosen, segir aðstæður á mótinu vera grín og óttast að smitast af kórónuveirunni. Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira