Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:17 Ársæll Guðmundsson skólastjóri í Borgarholtsskóla. Vísir/Egill Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. „Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Atburðarásin er þannig að hér í hádeginu koma vopnaðir aðilar inn í skólann og það brjótast út slagsmál meðal drengja. Með þeim afleiðingum að sex eru allavega farnir á bráðamóttöku. Þetta virðast vera einhvers konar uppgjör á milli einhverra,“ segir Ársæll. „Það er allavega vitað að einn af þremur ofbeldismönnunum sem komu hér er ekki nemandi skólans. Ég er ekki kominn með nöfnin alveg á þeim, hverjir það voru, og virðist hafa gengið nokkurs konar berserksgang. Þetta er grafalvarlegt mál. Ekki bara fyrir Borgarholtsskóla. Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. „Þetta á sér stað uppi á einum ganginum til að byrja með og fer svo út. Starfsmenn bregðast mjög hratt við og það bregðast allir við. Það er kallað á lögreglu, sérsveit kemur og nemendum öllum komið í skjól. Skólinn rýmdur og grandskoðaður. Leitað hér um alla ganga,“ segir Ársæll. „Nú veit ég ekki hvort var verið að ná í einhverja ákveðna innan skólans þó atburðarásin eigi sér stað innan skólans. Hér er unga fólkið þannig að ég skal ekkert segja um það. Starfsfólk varð ekki fyrir slysum en stóð sig mjög vel að koma í veg fyrir að hér yrði mun verra ástand.“ Frá Borgarholtsskóla þar sem árásin var gerð í dag.Vísir/Vilhelm Hann segir alla í miklu áfalli. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona. Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Ársæll ætlar að senda tilkynningu til allra nemenda, foreldra og starfsfólks. Mikil viðbúnaður var við Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm „Nemendur koma í skólann á morgun, þeim er alveg óhætt að gera það. Það verður farið yfir þessa atburðarás og nemendum sem voru vitni að þessu boðin aðstoð.“ Aðspurður segir hann menn hafa verið vopnaðir. „Hér voru barefli eins og hafnaboltakylfur og hnífar, mjög langir stórir hnífar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig almennilega um slys á fólki. Enginn sem tengist skólanum hafi þó farið á sjúkrabörum. Allir sem á þurfi að halda fái áfallahjálp, alla þá hjálp sem skólayfirvöld geti veitt. Ítarlega verður fjallað um atburðarásina við Borgarholtsskóla í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira