Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:50 Þinghald í málinu var lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17
Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32