Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 19:21 Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59