Körfubolti

Haukur höfðu betur gegn Fjölni í endur­komunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukar sóttu tvö stig í Dalshús í kvöld.
Haukar sóttu tvö stig í Dalshús í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Fyrsti íslenski körfuboltaleikurinn í tæpa hundrað daga fór fram í Dalshúsum í kvöld. Haukar höfðu þá betur gegn Fjölni, 70-54, í fjórðu umferð Domino’s deildar kvenna. Þetta var fyrsta tap Fjölnis.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum. Staðan var 14-11, Haukum í vil eftir fyrsta leikhlutann, og Hafnfirðingar leiddu með þremur stigum 31-28 er liðin gengu til búningsherbergja.

Góður þriðji leikhluti og enn betri fjórði leikhluti gerði það að verkum að Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Fjölni, 70-54. Þetta var fyrsta tap Fjölnis í fyrstu fjórum umferðunum.

Bæði lið eru því með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, jöfn á toppnum, ásamt Skallagrími sem leikur við Val.

Ariel Hearn skoraði níu stig fyrir Fjölni og tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar en þrír leikmenn voru jafnir með átta stig.

Alyesha Lovett var í sérflokki í liði Hauka en hún gerði 23 stig. Að auki tók hún níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við þrettán stigum.

Alla tölfræðina úr leiknum má sjá með því að smella á hlekkinn að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×