Greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2021 23:38 Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast er til þess að þjónusta spítalans við viðkvæman sjúklingahóp deildarinnar verði órofin. Vísir/Vilhelm Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) greindist í kvöld smitaður af Covid-19. Innlagnir á deildina hafa því verið stöðvaðar og fara um þrjátíu sjúklingar og þrjátíu starfsmenn í skimun í fyrramálið. Í tilkynningu frá spítalanum segir að ekki sé vitað hvernig viðkomandi sjúklingur smitaðist en talið sé að hann hafi verið smitaður við innlögn. Smitrakning stendur yfir og fyrstu niðurstöður úr skimuninni ættu að liggja fyrir um hádegisbilið á morgun Þar segir einnig að smitið hafi greinst á níunda tímanum í kvöld og viðkomandi einstaklingar hafi verið settir í sóttkví eða vinnusóttkví B. Samhliða því hafi verið gripið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Grípa þurfti til sambærilegra aðgerða á hjartadeild fyrir um sólarhring. Þar fór þó betur en á horfðist. Í áðurnefndri tilkynningu segir að þetta séu alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbrögð við þeim séu umfangsmikil og útbreidd. Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast sé til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Tilkynning Landspítalans í heild sinni: Inniliggjandi sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) fékk jákvætt svar við Covid-19 skimun um kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar. Blóð- og krabbameinslækningadeild hefur því verið lokuð fyrir nýjum innlögnum, en er þó í fullri starfsemi. Um 30 sjúklingar og 30 starfsmenn verða skimaðir snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 14. janúar. Um hádegisbil ættu fyrstu niðurstöður úr þeirri skimum að liggja fyrir. Viðkomandi einstaklingar eru ýmist í sóttkví eða vinnusóttkví B þar til þær niðurstöður berast. Samhliða hefur verið gripið hefur verið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Ekki liggur fyrir hvernig sjúklingurinn smitaðist, en þó er talið líklegast að sjúklingurinn hafi þegar við innlögn verið smitaður. Smitrakning stendur yfir. Sjúklingurinn var lagður inn á 11EG síðdegis í gær, þriðjudaginn 12. janúar. Skimun leiddi í ljós virkt Covid-19 smit á níunda tímanum í kvöld. Sjúklingurinn hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala (A7) í Fossvogi og settur í einangrun, vegna veikinda sinna. Sólarhringur er síðan Landspítali þurfti að grípa til svipaðs viðbragðs vegna smits sem kom upp á hjartadeild. Þetta eru alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbragðið í kjölfarið því ætíð umfangsmikið og útbreitt. Aðrar deildir munu aðstoða 11EG eftir þörfum og vonir standa til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Í tilkynningu frá spítalanum segir að ekki sé vitað hvernig viðkomandi sjúklingur smitaðist en talið sé að hann hafi verið smitaður við innlögn. Smitrakning stendur yfir og fyrstu niðurstöður úr skimuninni ættu að liggja fyrir um hádegisbilið á morgun Þar segir einnig að smitið hafi greinst á níunda tímanum í kvöld og viðkomandi einstaklingar hafi verið settir í sóttkví eða vinnusóttkví B. Samhliða því hafi verið gripið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Grípa þurfti til sambærilegra aðgerða á hjartadeild fyrir um sólarhring. Þar fór þó betur en á horfðist. Í áðurnefndri tilkynningu segir að þetta séu alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbrögð við þeim séu umfangsmikil og útbreidd. Aðrar deildir muni aðstoða 11EG eftir þörfum og vonast sé til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus. Tilkynning Landspítalans í heild sinni: Inniliggjandi sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala (11EG) fékk jákvætt svar við Covid-19 skimun um kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar. Blóð- og krabbameinslækningadeild hefur því verið lokuð fyrir nýjum innlögnum, en er þó í fullri starfsemi. Um 30 sjúklingar og 30 starfsmenn verða skimaðir snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 14. janúar. Um hádegisbil ættu fyrstu niðurstöður úr þeirri skimum að liggja fyrir. Viðkomandi einstaklingar eru ýmist í sóttkví eða vinnusóttkví B þar til þær niðurstöður berast. Samhliða hefur verið gripið hefur verið til ítrustu sóttvarnaaðgerða á deildinni. Ekki liggur fyrir hvernig sjúklingurinn smitaðist, en þó er talið líklegast að sjúklingurinn hafi þegar við innlögn verið smitaður. Smitrakning stendur yfir. Sjúklingurinn var lagður inn á 11EG síðdegis í gær, þriðjudaginn 12. janúar. Skimun leiddi í ljós virkt Covid-19 smit á níunda tímanum í kvöld. Sjúklingurinn hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala (A7) í Fossvogi og settur í einangrun, vegna veikinda sinna. Sólarhringur er síðan Landspítali þurfti að grípa til svipaðs viðbragðs vegna smits sem kom upp á hjartadeild. Þetta eru alvarlegir atburðir í starfsemi spítalans og viðbragðið í kjölfarið því ætíð umfangsmikið og útbreitt. Aðrar deildir munu aðstoða 11EG eftir þörfum og vonir standa til þess að þjónusta spítalans við þennan viðkvæma sjúklingahóp verði órofin og hnökralaus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Reyndist vera með gamalt kórónuveirusmit Betur fór en á horfðist þegar sjúklingur á hjartadeild Landspítalans greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í gær. Aðrir sjúklingar á deildinni og starfsmenn hennar reyndust allir neikvæðir. 13. janúar 2021 19:21