„Sýndum þessu ást og unnum hart að þessu“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2021 11:01 Þeir félagar eru ólíkir tónlistarmenn að sögn Birnis, en höfðu þó báðir gaman af samstarfinu og lögðu allt í sölurnar við gerð lagsins. Aðsend Tónlistarmennirnir Birnir og Páll Óskar sameina krafta sína í nýjum poppsmelli sem kemur út í dag. Lagið heitir Spurningar og verður tónlistarmyndband þess einnig frumsýnt í dag. „Þetta er lag um ást og erfiðleika sem fylgja henni. Svo er þetta líka bara algjört smash popp lag, og tæklar það að vera í ástarsambandi eða vera ástfanginn eða skotinn. Þá geta í kjölfarið komið efasemdir,“ segir Birnir um nýja lagið í samtali við Vísi. Lagið er upprunalega samið af honum og Þormóði Eiríkssyni pródúsent og lagahöfundi, sem hefur unnið með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins undanfarin ár. Það leið þó ekki á löngu þar til Páll Óskar kom inn í myndina. Lagið er gefið út af Sticky Records, plötuútgáfu Priksins. „Ég gerði þetta lag með Þormóði, söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug - þetta var svolítið Pallalegt. Ég sendi honum demóið. Við höfðum aldrei unnið saman áður en þekktumst aðeins í gegnum tónlistina.“ „Ég söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug.“Aðsend Ástríðan sameinar Birnir segir þá félaga ólíka en þeir finni þó sameiginlegan flöt í tónlistinni. Sjálfur hefur hann lengi verið aðdáandi Páls Óskars og gekk samstarfið afar vel. „Þegar maður er í stúdíóinu með öðrum sem hefur ástríðuna, það sameinar mann. Við vorum fókuseraðir og sýndum þessu ást og unnum hart að þessu,“ segir Birnir. „Það var geðveikt að vinna með Palla.“ Birnir og Páll Óskar lögðu mikla ást í lagið. Aðsend Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson sem hefur komið að gerð fjölda annarra tónlistarmyndbanda fyrir tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Hatara, Retro Stefson og Emmsjé Gauta. Að sögn Birnis fékk Magnús frjálsar hendur með myndbandið. „Hann kom með þessa hugmynd og mig langaði alltaf að vinna með honum. Við vorum að velja lag og þetta lag bauð upp á svo skemmtilegt video. Að gera visual við þetta lag var áskorun en líka ógeðslega gaman.“ Myndbandið verður frumsýnt í Sambandsappinu klukkan 11:30 í dag. Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta er lag um ást og erfiðleika sem fylgja henni. Svo er þetta líka bara algjört smash popp lag, og tæklar það að vera í ástarsambandi eða vera ástfanginn eða skotinn. Þá geta í kjölfarið komið efasemdir,“ segir Birnir um nýja lagið í samtali við Vísi. Lagið er upprunalega samið af honum og Þormóði Eiríkssyni pródúsent og lagahöfundi, sem hefur unnið með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins undanfarin ár. Það leið þó ekki á löngu þar til Páll Óskar kom inn í myndina. Lagið er gefið út af Sticky Records, plötuútgáfu Priksins. „Ég gerði þetta lag með Þormóði, söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug - þetta var svolítið Pallalegt. Ég sendi honum demóið. Við höfðum aldrei unnið saman áður en þekktumst aðeins í gegnum tónlistina.“ „Ég söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug.“Aðsend Ástríðan sameinar Birnir segir þá félaga ólíka en þeir finni þó sameiginlegan flöt í tónlistinni. Sjálfur hefur hann lengi verið aðdáandi Páls Óskars og gekk samstarfið afar vel. „Þegar maður er í stúdíóinu með öðrum sem hefur ástríðuna, það sameinar mann. Við vorum fókuseraðir og sýndum þessu ást og unnum hart að þessu,“ segir Birnir. „Það var geðveikt að vinna með Palla.“ Birnir og Páll Óskar lögðu mikla ást í lagið. Aðsend Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson sem hefur komið að gerð fjölda annarra tónlistarmyndbanda fyrir tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Hatara, Retro Stefson og Emmsjé Gauta. Að sögn Birnis fékk Magnús frjálsar hendur með myndbandið. „Hann kom með þessa hugmynd og mig langaði alltaf að vinna með honum. Við vorum að velja lag og þetta lag bauð upp á svo skemmtilegt video. Að gera visual við þetta lag var áskorun en líka ógeðslega gaman.“ Myndbandið verður frumsýnt í Sambandsappinu klukkan 11:30 í dag.
Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira