Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 10:30 Sunna Jónsdóttir og stöllur í ÍBV eru til alls líklegar með sína öflugu sveit en HK hefur misst pottinn og pönnuna úr sínum sóknarleik, Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur. vísir/vilhelm Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ekki hefur verið spilað í Olís-deild kvenna frá því 26. september vegna kórónuveirufaraldursins. Þá höfðu aðeins þrjár umferðir verið leiknar en nú fer deildin í gang að nýju af krafti, meðal annars með sannkölluðum stórleik ríkjandi deildar- og bikarmeistara Fram við ÍBV í Safamýrinni. Áhorfendabann er reyndar í gildi en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV 16.00 Haukar – KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir hjálpaði til við að fá flottan liðsstyrk fyrir ÍBV í sænska hornamanninum Linu Cardell frá sínu gamla félagi, Sävehof. Ester Óskarsdóttir er klár í slaginn á ný eftir barnsburð og vörnin lítt árennileg með þær Sunnu Jónsdóttur saman, sem ásamt Birnu, Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og fleirum gera ÍBV að liði sem ætti að berjast um alla titla. Landsliðsfyrirliðinn missti bara af þremur leikjum vegna fyrsta barns En til að vinna titil þarf ÍBV að slá Fram og Val við, sem og Stjörnunni sem hóf tímabilið vel. Framarar hafa endurheimt landsliðsfyrirliðann Karen Knútsdóttur sem missti aðeins af þremur leikjum á meðan hún fæddi sitt fyrsta barn. Lengra er í aðra landsliðskonu, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem eignaðist barn á dögunum en Framarar eru svo sem ekki á flæðiskeri staddir með Karólínu Bæhrenz í hægra horninu. Óvæntustu tíðindin úr herbúðum Fram eru þó hiklaust þau að Stella Sigurðardóttir er mætt aftur eftir að hafa lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Stella var einn albesti leikmaður úrvalsdeildarinnar á sínum tíma og verður fróðlegt að sjá hverju hún bætir við lið Fram. Hins vegar hefur Fram misst út lykilmann í landsliðskonunni fjölhæfu Perlu Ruth Albertsdóttur sem er ólétt, og markvörðinn Hafdís Renötudóttir gat ekkert spilað með liðinu vegna höfuðmeiðsla í haust áður en hún fór svo til Lugi í Svíþjóð. Fram hefur kallað Söru Sif Helgadóttur tilbaka úr láni frá HK þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður. Stórt skarð fyrir skildi hjá Val en Thea mætt Þriðja liðið í toppbaráttunni, Valur, lenti í mikilli krísu varðandi línu- og varnarmenn. Arna Sif Pálsdóttir, næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ólétt og hið sama er að segja um Hildi Björnsdóttur. Þá er Ragnheiður Sveinsdóttir meidd í hné og spilar ekki í vetur. Valur fékk þó Sigrúnu Ásu Ásgrímsdóttur á línuna, að láni frá Stjörnunni. Arna Sif Pálsdóttir spilar ekki meira með Val á leiktíðinni.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Valur hefur einnig fengið skyttuna öflugu Theu Imani Sturludóttur. Fylkiskonan fyrrverandi hefur verið í atvinnumennsku í Noregi og Danmörku frá árinu 2017 en átt í erfiðleikum með meiðsli undanfarið og ákvað að snúa heim til Íslands. Stjarnan, sem vann tvo af fyrstu þremur leikjum sínum, hefur fengið Tinnu Húnbjörg Einarsdóttur í markið frá Haukum og einnig styttist í Stefaníu Theodórsdóttur eftir barnsburð. Martha og Valgerður úr leik KA/Þór og HK hafa bæði misst algjöra lykilmenn út í hléinu. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu sem eina af fimm mikilvægustu leikmönnum deildarinnar, er ólétt og spilar því ekki meira með HK. Martha Hermannsdóttir glímir við meiðsli í hæl og er ólíklegt að hún spili meira með KA/Þór á tímabilinu. FH fékk þá markahæstu heim frá Slóvakíu Áfram má búast við því að Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH verði í fallbaráttunni. Haukar hafa misst Tinnu úr markinu eins og fyrr segir, og Þórhildur Braga Þórðardóttir er ólétt. FH hefur hins vegar endurheimt Ragnheiði Tómasdóttur, sem var markahæsti leikmaður liðsins í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð, en hún er komin heim eftir að hafa farið til Slóvakíu vegna læknisnáms í haust. Haukar unnu eins marks sigur í leiknum mikilvæga við FH í haust. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða