Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara? Líf Magneudóttir skrifar 14. janúar 2021 13:00 Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun