Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 12:54 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Lyfjaframleiðandinn Pfizer segist ekki kannast við frásögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar af fundi um mögulega bóluefnisrannsókn á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar að Mette [Skovdal], fulltrúi Pfizer í Skandinavíu sem var viðstödd fund Kára, sóttvarnalæknis og landlæknis með Pfizer, hefði brotið trúnað og sagt dönskum yfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum. Hefði átt að vera varkárari Kári sagði síðar í samtali við Vísi að hann sæi eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum; hann myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í Fréttablaðinu. Það hefði þó vissulega verið „óheppilegt“ að fulltrúi Pfizer hefði sagt frá málinu án þess að fá leyfi fundargesta til þess. „Það bara tíðkast ekki,“ sagði Kári. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Nokkrar tillögur um rannsóknir til skoðunar Vísir leitaði viðbragða frá Skovdal vegna frásagnar Kára á þriðjudag. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á samskiptastjóra Pfizer í Danmörku. Fram kemur í svari Pfizer sem barst í morgun að Pfizer „kannist ekki við“ frásögn Kára. Tekið er fram að nokkrar tillögur um rannsókn á virkni bóluefnisins séu til skoðunar í mismunandi löndum, þar á meðal Íslandi. Þar sem viðræður séu í gangi geti Pfizer ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Svar Pfizer við fyrirspurn Vísis má sjá í heild hér fyrir neðan. Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point. Bæði Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bjuggust við viðbrögðum frá Pfizer vegna viðræðnanna í þessari viku. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hefði ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Þá sagði hann viðræður í gangi við alla bóluefnaframleiðendur sem selja Íslandi bóluefni. Margt bæri þar á góma en ekkert væri í gangi í þeim efnum sem vert væri að tala um.
Pfizer does not recognize the account by Mr. Stefánsson. There are several types of real-world effectiveness proposals that are under evaluation in different countries, including Iceland. As discussions are ongoing we are unable to provide further comment at this point.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35