Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 13:11 Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, segir liðið ætla sér langt á HM. Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu eru fyrsta hindrunin. vísir/Hulda Margrét Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira