Margir af bestu handboltamönnum í heimi hafa undanfarin ár kvartað yfir of miklu álagi en talað fyrir daufum eyrum. Í Sportinu í dag spurði Henry Birgir Gunnarsson Ásgeir Örn Hallgrímsson af hverju ekkert hefði gerst í þessum málum.
„Þetta er alltaf spurning um peningana. Landsliðin fá pening fyrir hvert stórmót, samböndin fá pening fyrir að halda mótin, þetta snýst á endanum allt um það,“ sagði Ásgeir Örn sem lék á tæplega tuttugu stórmótum með íslenska landsliðinu.
Theodór Ingi Pálmason á erfitt með að sjá að bestu handboltamenn heims taki sig saman og mæti ekki á stórmót í mótmælaskyni.
„Vantar handboltamenn ekki bara gott stéttarfélag?“ sagði Theodór. „En á einhverjum tímapunkti er nóg nóg og það gerist kannski eitthvað ef leikmenn mæta ekki en vonandi kemur ekki til þess. Þetta er alltof mikið álag.“

Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.