Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 15:20 Leikskólagjöld eru lægst í Reykjavík af þeim fimmtán sveitarfélögum sem voru skoðuð. Vísir/Vilhelm Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. Almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði, hækka mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 11 prósent en sömu gjöld lækka um 3,7 prósent í Mosfellsbæ. Í tíu af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttektin nær til hækka gjöldin um 2,4-3,1 prósent. Níundi tíminn hækkar mest í Hafnarfirði, um 98 prósent eða 5.455 krónur og hækka gjöld fyrir níu tíma vistun með fæði í Hafnarfirði því um tæp 17 prósent eða um 6.488 krónur á mánuði. Níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ, um 5 prósent. 53 prósenta munur er á hæstu og lægstu almennu leikskólagjöldunum, 8 tímum með fæði, eða sem nemur 14.372 krónum á mánuði eða tæplega 144 þúsund krónur á ári miðað við tíu mánaða vistun. Lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg en þau hæstu hjá Garðabæ. Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg. Almenn gjöld, níu tíma vistun með fæði, eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Fyrir forgangshópa eru gjöldin lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi. Munur á hæstu og lægstu samanlögðum leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur með tvö börn er 81 prósent eða 31.312 krónur á mánuði sem gerir 313.120 krónur á ári sé miðað við 10 mánaða vistun. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin bæði fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla og þær sem eru með þrjú börn. Ísafjarðarbær er með hæstu leikskólagjöldin fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla en Borgarbyggð hæstu gjöldin fyrir þrjú börn. Niðurstöðu úttektar ASÍ má sjá á grafinu að neðan. Almenn leikskólagjöld Átta tímar með fæði hækka mest á Seltjarnarnesi en lækka mest í Mosfellsbæ. Mest hækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði hjá Seltjarnarnesbæ, 11,1 prósent sem má rekja til 2,6 prósenta hækkunar á dvalargjöldum og 31,6 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Hækkunin nemur 3.234 krónum á mánuði. Næst mest hækka sömu gjöld hjá Akraneskaupsstað eða um 4,7 prósent sem má rekja til 2,5 prósenta hækkunar á dvalargjöldum auk 11,7 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Mest lækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði í Mosfellsbæ eða um 3,7 prósent sem má rekja til fimm prósenta lækkunar á dvalargjöldum. Næst mest lækka átta tímar með fæði í Fjarðabyggð, um tvö prósent, en lækkunin er tilkomin vegna 18,2 prósenta lækkunar á fæðisgjaldi. Dvalargjöld hækkuðu um 2,4 prósent. Gjöldin stóðu í stað milli ára hjá Vestmanneyjabæ. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, átta tímar með fæði, hækka einnig mest milli ára hjá Seltjarnarnesbæ, um 14,5 prósent, og næst mest hjá Akraneskaupsstað, um 5,5 prósent. Sömu gjöld lækka mest hjá Fjarðabyggð eða um 3,4 prósent og næst mest hjá Mosfellsbæ, 3,1 prósent Níundi tíminn hækkar um 98 prósent í Hafnarfirði Níundi klukkutíminn í dagvistun er dýrari en gjald fyrir fyrstu átta klukkustundirnar í flestum sveitarfélögum og geta heildarleikskólagjöld því hækkað töluvert ef níunda tímanum er bætt við. Mest hækkaði níundi tíminn í Hafnarfirði, 98 prósent og fer úr 5.558 krónum í 11.013 krónur sem skilar sér í 16,6 prósenta hækkun á níu tíma vistun með fæði. Hluta hækkunarinnar má rekja til 2,7 prósenta hækkunar á almennu dvalargjaldi og 4,2 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Verð fyrir níunda tímann lækkaði um fimm prósent í Mosfellsbæ en stóð í stað í Vestmannaeyjum. Á eftir Hafnarfjarðarbæ hækkaði níu tíma vistun mest hjá Seltjarnarnesbæ, um 9,6 prósent. Sömu gjöld lækkuðu um 3,8 prósent í Mosfellsbæ og um 1,3 prósent í Fjarðabyggð. Svipaðar breytingar voru á gjöldum fyrir níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa. Lægstu almennu gjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, eru lægst hjá Reykjavíkurborg, 27.255 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 30.138 kr. Þriðju lægstu gjöldin eru hjá Seltjarnarnesbæ, 32.286 kr. Garðabær er með hæstu gjöldin f. 8 tíma vistun með fæði, 41.627 kr. og Akraneskaupstaður næst hæstu gjöldin, 41.066 kr. 53% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir 8 tíma með fæði eða 14.372 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa hæst í Reykjanesbæ Lægstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, 8 tíma vistun m. fæði, eru einnig hjá Reykjavíkurborg, 18.111 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 21.463 kr. Hæstu gjöldin fyrir forgangshópa eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 30.778 kr. og næst hæstu gjöldin hjá Reykjanesbæ, 30.502 kr. Mikil hækkun með níunda tímanum Níundi tíminn er töluvert dýrari í mörgum sveitarfélögunum en tímagjald á hverja klukkustund fyrstu 8 tímana og þegar níundi tímanum er bætt við verður nokkur breyting á hvar hæstu og lægstu gjöldin eru. Almenn leikskólagjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru t.d. 45% hærri en 8 tíma vistun m. fæði í Kópavogi. Kópavogur fer þannig úr því að vera með fimmtu lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun yfir í að vera með önnur hæstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun. Almenn leikskólagjöld, 9 tímar með fæði, eru þó hæst í Garðabæ, 50.003 kr. Mosfellsbær skákar Reykjavíkurborg og er með lægstu gjöldin þegar níunda tímanum er bætt við og kostar 9 tíma vistun m. fæði 34.205 kr. í Mosfellsbæ. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg, 38.052 kr. og eru þau 40% hærri en almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma hjá borginni. Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík, 22.576 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 23.903 kr. Næst hæst eru gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði fyrir forgangshópa hjá Sveitarfélaginu Árborg, 35.450 kr. og litlu lægri eru þau í Vestmanneyjabæ, 35.022 kr. Leikskólagjöld fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. Þegar afslættirnir eru reiknaðir má sjá að lægstu leikskólagjöld fyrir tvö börn í 8 tíma dagvistun með fæði eru hjá Reykjavíkurborg, 38.886 kr. og þau næst lægstu hjá Mosfellsbæ, 49.432 kr. Hæst eru gjöldin hjá Ísafjarðarbæ, 70.198 kr. en næst hæst hjá Akraneskaupsstað, 66.884 kr. Munur á hæstu og lægstu gjöldum, 8 tímum með fæði, fyrir tvö börn er því 81% eða sem nemur 31.312 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir fólk með þrjú börn í 8 tíma vistun og fæði eru einnig lægst í Reykjavík, 50.517 kr. en hæstu gjöldin eru í Borgarbyggð, 85.078 kr. Munur á hæstu og lægstu leikskólagjöldum sveitarfélaganna fyrir fólk með þrjú börn er því 68% eða 34.561 kr. á mánuði sem gerir 345.610 kr. á á ári miðað við 10 mánaða vistun. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu vantaði stóran hluta af tilkynningu ASÍ. Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði, hækka mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 11 prósent en sömu gjöld lækka um 3,7 prósent í Mosfellsbæ. Í tíu af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttektin nær til hækka gjöldin um 2,4-3,1 prósent. Níundi tíminn hækkar mest í Hafnarfirði, um 98 prósent eða 5.455 krónur og hækka gjöld fyrir níu tíma vistun með fæði í Hafnarfirði því um tæp 17 prósent eða um 6.488 krónur á mánuði. Níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ, um 5 prósent. 53 prósenta munur er á hæstu og lægstu almennu leikskólagjöldunum, 8 tímum með fæði, eða sem nemur 14.372 krónum á mánuði eða tæplega 144 þúsund krónur á ári miðað við tíu mánaða vistun. Lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg en þau hæstu hjá Garðabæ. Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg. Almenn gjöld, níu tíma vistun með fæði, eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Fyrir forgangshópa eru gjöldin lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi. Munur á hæstu og lægstu samanlögðum leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur með tvö börn er 81 prósent eða 31.312 krónur á mánuði sem gerir 313.120 krónur á ári sé miðað við 10 mánaða vistun. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin bæði fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla og þær sem eru með þrjú börn. Ísafjarðarbær er með hæstu leikskólagjöldin fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla en Borgarbyggð hæstu gjöldin fyrir þrjú börn. Niðurstöðu úttektar ASÍ má sjá á grafinu að neðan. Almenn leikskólagjöld Átta tímar með fæði hækka mest á Seltjarnarnesi en lækka mest í Mosfellsbæ. Mest hækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði hjá Seltjarnarnesbæ, 11,1 prósent sem má rekja til 2,6 prósenta hækkunar á dvalargjöldum og 31,6 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Hækkunin nemur 3.234 krónum á mánuði. Næst mest hækka sömu gjöld hjá Akraneskaupsstað eða um 4,7 prósent sem má rekja til 2,5 prósenta hækkunar á dvalargjöldum auk 11,7 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Mest lækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði í Mosfellsbæ eða um 3,7 prósent sem má rekja til fimm prósenta lækkunar á dvalargjöldum. Næst mest lækka átta tímar með fæði í Fjarðabyggð, um tvö prósent, en lækkunin er tilkomin vegna 18,2 prósenta lækkunar á fæðisgjaldi. Dvalargjöld hækkuðu um 2,4 prósent. Gjöldin stóðu í stað milli ára hjá Vestmanneyjabæ. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, átta tímar með fæði, hækka einnig mest milli ára hjá Seltjarnarnesbæ, um 14,5 prósent, og næst mest hjá Akraneskaupsstað, um 5,5 prósent. Sömu gjöld lækka mest hjá Fjarðabyggð eða um 3,4 prósent og næst mest hjá Mosfellsbæ, 3,1 prósent Níundi tíminn hækkar um 98 prósent í Hafnarfirði Níundi klukkutíminn í dagvistun er dýrari en gjald fyrir fyrstu átta klukkustundirnar í flestum sveitarfélögum og geta heildarleikskólagjöld því hækkað töluvert ef níunda tímanum er bætt við. Mest hækkaði níundi tíminn í Hafnarfirði, 98 prósent og fer úr 5.558 krónum í 11.013 krónur sem skilar sér í 16,6 prósenta hækkun á níu tíma vistun með fæði. Hluta hækkunarinnar má rekja til 2,7 prósenta hækkunar á almennu dvalargjaldi og 4,2 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Verð fyrir níunda tímann lækkaði um fimm prósent í Mosfellsbæ en stóð í stað í Vestmannaeyjum. Á eftir Hafnarfjarðarbæ hækkaði níu tíma vistun mest hjá Seltjarnarnesbæ, um 9,6 prósent. Sömu gjöld lækkuðu um 3,8 prósent í Mosfellsbæ og um 1,3 prósent í Fjarðabyggð. Svipaðar breytingar voru á gjöldum fyrir níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa. Lægstu almennu gjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, eru lægst hjá Reykjavíkurborg, 27.255 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 30.138 kr. Þriðju lægstu gjöldin eru hjá Seltjarnarnesbæ, 32.286 kr. Garðabær er með hæstu gjöldin f. 8 tíma vistun með fæði, 41.627 kr. og Akraneskaupstaður næst hæstu gjöldin, 41.066 kr. 53% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir 8 tíma með fæði eða 14.372 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa hæst í Reykjanesbæ Lægstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, 8 tíma vistun m. fæði, eru einnig hjá Reykjavíkurborg, 18.111 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 21.463 kr. Hæstu gjöldin fyrir forgangshópa eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 30.778 kr. og næst hæstu gjöldin hjá Reykjanesbæ, 30.502 kr. Mikil hækkun með níunda tímanum Níundi tíminn er töluvert dýrari í mörgum sveitarfélögunum en tímagjald á hverja klukkustund fyrstu 8 tímana og þegar níundi tímanum er bætt við verður nokkur breyting á hvar hæstu og lægstu gjöldin eru. Almenn leikskólagjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru t.d. 45% hærri en 8 tíma vistun m. fæði í Kópavogi. Kópavogur fer þannig úr því að vera með fimmtu lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun yfir í að vera með önnur hæstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun. Almenn leikskólagjöld, 9 tímar með fæði, eru þó hæst í Garðabæ, 50.003 kr. Mosfellsbær skákar Reykjavíkurborg og er með lægstu gjöldin þegar níunda tímanum er bætt við og kostar 9 tíma vistun m. fæði 34.205 kr. í Mosfellsbæ. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg, 38.052 kr. og eru þau 40% hærri en almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma hjá borginni. Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík, 22.576 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 23.903 kr. Næst hæst eru gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði fyrir forgangshópa hjá Sveitarfélaginu Árborg, 35.450 kr. og litlu lægri eru þau í Vestmanneyjabæ, 35.022 kr. Leikskólagjöld fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. Þegar afslættirnir eru reiknaðir má sjá að lægstu leikskólagjöld fyrir tvö börn í 8 tíma dagvistun með fæði eru hjá Reykjavíkurborg, 38.886 kr. og þau næst lægstu hjá Mosfellsbæ, 49.432 kr. Hæst eru gjöldin hjá Ísafjarðarbæ, 70.198 kr. en næst hæst hjá Akraneskaupsstað, 66.884 kr. Munur á hæstu og lægstu gjöldum, 8 tímum með fæði, fyrir tvö börn er því 81% eða sem nemur 31.312 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir fólk með þrjú börn í 8 tíma vistun og fæði eru einnig lægst í Reykjavík, 50.517 kr. en hæstu gjöldin eru í Borgarbyggð, 85.078 kr. Munur á hæstu og lægstu leikskólagjöldum sveitarfélaganna fyrir fólk með þrjú börn er því 68% eða 34.561 kr. á mánuði sem gerir 345.610 kr. á á ári miðað við 10 mánaða vistun. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu vantaði stóran hluta af tilkynningu ASÍ.
Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira