„Þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 21:52 Elvar Örn Jónsson þrumar boltanum að marki Portúgals í Egyptalandi í kvöld. EPA/Khaled Elfiqi „Við reynum að hætta að hugsa um þennan leik og einbeitum okkur að Alsír,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í kvöld. Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Elvar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands, en þriðja mark hans kom ekki fyrr en 50 mínútum síðar. Eins og flestir af sóknarmönnum Íslands á hann meira inni en hann sýndi í kvöld: „Ég byrjaði þetta ágætlega og skoraði tvö mörk en svo veit ég ekki hvað gerist. Ég þarf að skoða vídjó og hugsa minn gang, og koma sterkur á móti Alsír. Núna þurfum við bara að fara að undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Elvar í viðtali við Vísi. Leikurinn við Portúgal var fyrir fram talinn sá mikilvægasti í riðlinum ætlaði Ísland sér stóra hluti á HM, því fyrir fram mátti búast við að bæði lið færu áfram í milliriðil: „Auðvitað vildum við vinna þennan leik og eiga möguleika á að vera á toppnum í riðlinum, það var planið, en við tökum þessu bara og mætum klárir í næsta leik. Við höfum bara hugsað um Portúgal, í síðustu þremur leikjum sem er svolítið sérstök staða, en núna hefst undirbúningur fyrir Alsír, sem er stuttur. Við þurfum því að vera gríðarlega skarpir á öllum fundum og skoða vídjó vel,“ sagði Elvar en Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld. Lélegt af okkur og á ekki að gerast „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Það sem er manni efst í huga er hversu mikið af tæknifeilum við gerðum, sem fóru með þennan leik. Maður er pirraður á því,“ sagði Elvar. Eftir stórsigur gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn gekk Íslandi mun verr að skora í kvöld: „Ég veit ekki á hvað er réttast að skrifa þetta. Þetta er bara lélegt af okkur og á ekki að gerast. Mér fannst við oft á tíðum spila ágætis sóknarleik, opna vörnina þeirra oft, en svo komu allt of margir tæknifeilar í röð sem skiluðu þeim þessu forskoti. Það er erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Elvar. Ísland fékk sáralítið af auðveldum mörkum, svo sem úr hraðaupphlaupum. „Það skrifast á þessa tæknifeila. Við fengum alveg hraðaupphlaup en þurfum að nýta þau betur. Við megum ekki tapa boltanum svona auðveldlega. Það tekur mikið úr manni en við börðumst alveg til enda og ætluðum okkur alltaf að vinna. Þessir tæknifeilar voru bara of margir,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38 Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35 Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Köstuðu átta fleiri boltum frá sér Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 23-25, í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. 14. janúar 2021 21:38
Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2021 21:35
Of dýrt að gera svo mörg mistök í svona stórleik „Við gerðum fimmtán tæknifeila og þetta er bara tveggja marka tap. Þetta er nú ekki meira en það,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson sem komst einna best frá sínu í sóknarleik Íslands í kvöld, í 25-23 tapinu gegn Portúgal á HM í handbolta. 14. janúar 2021 21:34
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða